Jæja þá er búið að ákveða hvenær við sýnum Listin að lifa í Þjóðleikhúsinu. Það verður sem sagt 7. júní næstkomandi. Ég þarf að fara að grafa upp handritið aftur því það er nú dottlið langt síðan við sýndum þetta. Við höfum reyndar misst einn liðsmann en hún Sylvía sviðsmaður er ekki meðal vor lengur. Hún er farin til síns heima sem er Pólland og er það mikill missir því þarna var um hörku sviðsmann að ræða. Ég hélt að það yrði erfitt að fá nýjan sviðsmann en nei...við erum komin með tvo sviðsmenn!!! Þeir Steinar Pálmi og Pétur ætla að fara í sokkana hennar Sylvíu.
Við kláruðum að þrífa Hallormsstað í gærkveldi og þegar ég kom heim horfði ég á borgarafundinn endursýndann. Mikið óskaplega var þetta leiðinlegt...Ég hélt reyndar í byrjun að þetta yrði skemmtilegt en um leið og Sigurjón byrjaði þá var þetta game over fyrir mig...og Helgi Seljan...hvað er málið með Helga Seljan...hann minnir mig á Soffíu frænku...en ég nenni ekki að tala um pólitík núna.
Ég er síðan að fara í sumarbústað með 26 tíundubekkinga. Förum inn í Einarsstaði og gistum þar í eina nótt. Þetta er sjötta og síðasta skiptið sem ég fer í svona ferð þar sem ég er að hætta í sumar sem forstöðumaður félagsmiðstöðva.
Í fyrradag fórum við Lóa að finna fyrir verk vinstra megin í mallakútnum. Við héldum að þetta væri einhver tvíburaveiki en við erum sem sagt tvíburar...eigum bæði afmæli 21. júní en það eru að vísu 13 ár á milli okkar. Í gær vorum við ennþá með þennan verk og fór Lóa til læknis...þá kom í ljós að þetta var egglosverkur!!! Það lítur ekki mjög vel út fyrir mig!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Fínt og flott að heyra. Maður getur þá farið að plögga og auglýsa. Eða allavega svara fyrirspurnum. Eins og fólk hefur látið við mig þá yrði ég ekkert hissa á að bráðum færu að pantast einhverjir miðar.
Menn eru nottla svo dauðforvitnir hérna fyrir sunnan að þeir ná varla andanum.
Til hamingju með bloggið Þráinn sláinn! Og takk fyrir síðast. Þú mátt til með að skila kveðju til félaga þinna í LF sem tóku svo vel á móti okkur Bandalagsfólki um helgina.
Og svo hlakka ég til að koma í Þjóðleikhúsið 7. júní, ég vona bara að þú verðir búinn að jafna þig af egglosinu ;-)
Jamm, það verður skrýtið að vera ekki þeytt í hringi af þessari litlu títlu henni Sylvíu. Vona að strákarnir taki mjúklega á manni!
Svo fylgist maður spenntur með því hvernig egglosið fer ;)
Hæhæ sætasti! Gaman að sjá þig hér... ætla hér með að fá að linka á þig... næst þegar mar hefur rænu á að blogga, Togga :-)
Hæ.. mér skítleiðist.. hvar ertu ?
Hæ hæ og takk fyrir síðast og frábærar móttökur um helgina.
Hlakka til að mæta í Þjóðleikhúsinu
Skrifa ummæli