Já það kom að því að kallinn skellti sér á ball í gærkveldi en það hefur ekki gerst í mörg ár. Ég byrjaði á því að fara í partý til Lóu en það var hálf-undarlegt partý...maður var pýndur til að fara í twister...það var ekki gaman. En síðan fórum við leirspilið og það var ágætt....svo var líka farið í einhvern leik sem kallaðist knúsum Óttar...það var hálf skrýtinn leikur og ég skildi hann ekki alveg. Eftir þetta partý fórum við í partý til Ingu og Halla en þar var 3 fleira fólk en í hinu partýinu. Stoppuðum ekki lengi þar heldur röltum á ball. Ballið byrjaði ágætlega en svo varð alveg stappað inni...það var ekki alveg nógu gott. Ég hitti Dandý í mýflugumynd en svo virðist sem hún hafi verið numin á brott af geimverum. Þetta var annars ágætis skemmtun.
Í morgun kláruðum víð síðan að flytja leikmyndina...sem er frábært og þá sérstaklega miðað við heilsu mina en hún er ekki alveg eins góð og í gær:D Núna er ég síðan að fara á Café Nielsen að borða með Lóu og svo ætla ég að SOFA!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég heyrði þetta einmitt auglýst og var nú eitthvað að myndast við að hóta kallinum að stinga af austur og skella mér á ballið :-P Verst með þessa helv.... ábyrgðartilfinningu sem eyðileggur allt fyrir manni stundum, ég er viss um að það hefði verið hrikalega gaman.
Ha? Hvaða ball? Djöfull er maður eitthvað úti að skíta.
Einhvern tíma hefðum við Berglind nú ekki látið okkur bregða við að skreppa austur á ball.
Hefðum jafnvel tekið leigubíl!
Skrifa ummæli