Jæja þá er kosningunum lokið og óhætt að framsóknarmenn riðu ekki feitum hesti úr þessum kosningum. Annars fór þetta svona:
X-B: 11.7% á landsvísu og 7 þingmenn. Missa 5 þingmenn og 6% fylgi. Það er ljóst að flokkurinn á erfitt en ekki þýðir að gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna fyrir helv...hann. Flokkurinn kemur samt ágætlega út á landsbyggðinni og fær alla sína þingmenn þar.
X-D: 36.6% á landsvísu og 25 þingmenn. Bæta við sig 3 þingmönnum og 2.9% fylgi. Koma gríðarlega vel út úr kosningunum og ég eiginlega skil ekki afhverju!!! Jú Geir er nottla fínn kall en ekki voru allir að kjósa hann...eða hvað. Þorgerður Katrín vann reyndar líka gríðarlegan sigur í sínu kjördæmi. En Sjálfstæðisflokkurinn er klárlega sigurvegari kosninganna.
X-F: 7.3% á landsvísu og 4 þingmenn. Halda sínum 4 þingmönnum og bæta við sig 0.1% fylgi. Sigurjón Þórðarson komst ekki inn á þing en hann er búinn að ríða um héröð hér síðan hann ákvað að færa sig úr norðvestur kjördæmi í kjördæmið mitt.
X-I: 3.3% á landsvísu og engann þingmann. Ómar er ekki öfundsverður þessa dagana. Steingrímur J nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að minna hann á að Íslandshreyfingin hafi orðið til þess að stjórnin hélt velli. Ómar heldur því þó statt og stöðugt fram að hann hafi tekið flest atkvæði frá Sjálfstæðisflokknum...aha...right.
X-S: 26.8% á landsvísu og 18 þingmenn. Tapa 2 mönnum og 3.2% fylgi. Og samt segir Ingibjörg að Samfylkingin sé sigurvegari!!!
X-V: 14.4% á landsvísu og 9 þingmenn. Bæta við sig 4 mönnum og 5.6% fylgi. Gríðar góð útkoma hjá þeim en samt ekki eins góð útkoma og kannanir höfðu sýnt. Virðist eitthvað hafa gerst á síðustu metrunum sem varð til þess að fólk ákvað að styðja ekki Vinstri-Græna.
Þetta voru gríðarlega spennandi kosningar og vafalaust mest spennandi kosningar sem ég hef orðið vitni af.
En yfir í annað...við erum að leita logandi ljósi að æfingahúsnæði fyrir leikritið okkar. Iðavellir eru uppteknir og Sláturhúsið hentar ekki. Ætlum að athuga með Eiða í dag og vonandi gengur það. Skoðuðum leikmyndina í gær og er hún í þokkalegu standi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég reyndi að lesa allt bloggið þitt en augun mín eru lokuð
Er ekki Valaskjálf í eyði?
Skrifa ummæli