14 maí 2007

Listin að lifa

Jæja þá er byrjað að selja miða á Listin að lifa sem sýnd verður í Þjóðleikhúsinu 7. júní...linkurinn er hér . Mér finnst samt alveg ótrúlegt að það þurfi alltaf að setja þessa mynd með öllum auglýsingum...ekki viss um að þetta selji. Við sáum nú hvað gerðist þegar þetta var sýnt hér fyrir austan...myndirnar voru prentaðar í stórum stíl á stærðar plaggöt og...the rest is history. En samt...væri gaman ef fólk myndi nú koma og sjá sýninguna.

Ég reddaði æfingarhúsnæði áðan en við fáum að setja upp leikmynd og ljós út á Eiðum. Það er nú smá léttir að vera þó allavegna búinn að því. Við ætlum síðan að senda sendinefnd frá okkur í Þjóðleikhúsið til þess að kanna aðstæður og ræða við tæknimann og annan.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara yndisleg mynd! En annars varðandi kosningaúrslitin þá veit ég alveg um nokkur atkvæði sem Ómar tók frá Geir, svo þetta er nú ekki alrangt hjá honum ;-)

Þráinn sagði...

Jamm en ég hef samt einhvernveginn tilfinngu fyrir því að þau hafi verið fleiri atkvæðin sem hann tók frá VG

Eygló sagði...

Hey, við verðum þá í æfingu með að setja upp á nýjum stöðum ;-)

Nafnlaus sagði...

ég er alveg sammála