30 maí 2007

Mér er illt í puttanum

Jæja þá er sumarið loksins komið. Sólin skín, fuglarnir syngja, fiskarnir hoppa og allir eru bara eitthvað svo glaðir. Ég hlakka mjög til sumarsins og ætla að ferðast alveg helling. Ég ætla að leggja áherslu á að skoða þá staði sem ég á eftir að skoða hér fyrir austan og þeir eru þó nokkrir. Tildæmis á ég eftir að ganga Stór-Urðina og verður það sett í forgang 1. Einnig á ég eftir að skoða svæðið frá Höfn að Djúpavogi og fer það í forgang 1.5...og svo er það náttúrulega fastir liðir eins og venjulega en það eru t.d. Borgarfjörður, Sænautasel, Mjóifjörður, Kárahnjúkar og svo ætla ég að taka hálendisvakt með Björgunarsveitinni.

Við kláruðum að hjakka í gegnum leikritið í gærkveldi og næstu tvö kvöld verðum við með rennsli. Um helgina förum við síðan í að pakka inn leikmyndinni og sendum hana suður á þriðjudag. Það eru níu manns sem eru að fara suður og ætlum við að reyna að fá gistingu á einhverju gistiheimili.

Oddur Bjarni flutti inn til mín í gærkveldi og verður fram að helgi. Við höfum fundið okkur þrusugott hobbý en það er FIFA 2007 leikurinn. Ég tók hann í bakaríið í gærkveldi og var hann ekki sáttur við það...ég fór að sofa klukkan tvö en hann ákvað að æfa sig þannig að hann ætti meiri séns...veit ekki hvað hann var lengi en ég á örugglega von á hörku mótsspyrnu í kvöld.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var það bakaríið sem fór svona með puttann?

Nafnlaus sagði...

Af hverju fékkstu þér karlmann til að búa með. ? það er nú ekkert sniðugt

Nafnlaus sagði...

Hvaða kona nennir að spila FIFA 2007 öll kvöld?

Feiti langhlauparinn

Aldís Fjóla sagði...

Pant koma med i stórurdina...

Þráinn sagði...

You are on