Sendinefndin hefur lokið störfum sínum. Þau Oddur Bjarni, Guðrún og Unnur fóru á fund Þjóleikhússins og komu þaðan himinlifandi. Ákveðið var að sýna í Kúlunni fimmtudaginn 7. júní og ef það verður uppselt á þá sýningu munum við sýna aðra sýningu föstudaginn 8. júní.
Oddur Bjarni ætlar að koma í kringum hvítasunnu helgina og ætlum við að byrja æfingar á því að fá alla aðstandendur sýningarinnar saman, grilla og fagna öll saman í eitt skipti fyrir öll. Það væri svakalega gaman ef allir gætu komið í grillveisluna...kannski fæ ég að verða veislustjóri aftur!!!
Eftir hádegi ætlum við að sækja leikmyndina í hlöðuna í Vallanesi og flytja hana útí Eiða. Við getum reyndar ekki byrjað að henda henni upp fyrr á laugardag þar sem það eru einhverjar 80 kammer-konur þar núna. Við notum síðan helgina til þess að setja leikmyndina upp og byrjum að æfa í henni í næstu viku. Mikið fjör...mikið gaman...mikið grín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Má drekka rauðvín af stút í grillinu?
Jón forvitni
Ef ég fæ a vera veislustjórinn:D
Skrifa ummæli