Já það er óhætt að segja að spennustigið hækki með hverri mínútunni. Stórleikur í kvöld...Liverpool-AC Milan. Öllum er hér með boðið í grill til mín klukkan 18.30 en leikurinn byrjar 18.45:D Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Fór upp í Fellaskóla áðan og hitta Drífu Sig og spurði hún mig hvort ég ætlaði ekki að koma á tónleika klukkan 18:00. Jónatan á að spila!!! Eftir smá formælingar og fortölur um tímasetninguna fór ég að reyna að skipuleggja tímann...Jónatan á að spila fyrstur þannig að þetta grásleppur. Ég fæ Jón Gunnar bara til að kveikja á grillinu.
Annar samlestur var hjá okkur í gærkveldi og viti menn....við þurftum ekki handrit!!! Eða svona næstum því ekki. Við ætlum að hittast heima klukkan 21 í kveld og svo á að fara í samlestrar road-trip á fimmtudaginn. Þá ætlum við leikararnir að fara á Höfn og lesa saman á leiðinni...þetta er viðurkennd samlestrar aðferð í mörgum löndum og ég veit t.d. að BENELUX löndin hafa gert þetta með góðum árangri.
Byrjað var að reisa leikmyndina í gærkveldi en þar mættu þau Unnur, Pétur, Jón Gunnar, Víðir, Steinar Pálmi, Fjóla og Solla. Unnur sá fram á að þetta væri allt of fjölmennt og sendi þá Steinar og Pétur heim...ég man ekki til að þetta hafi gerst áður hjá leikfélaginu!
Að lokum....You Never Walk Alone
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Bið að heilsa Drífu. Ég kveiki á grillinu. Áfram Framsókn. Jón fyrrverandi formaður.
Great - ertu semsé Liverpool maður? ... þá þarf ég að fara að hata þig... :( Áfram Sindri!
Hvað er Sindri?
fyndinn leikur.... fannst þér ekki? leiðinlegt að skilja þig svona niðurbrotinn einann eftir in da house.
Skrifa ummæli