18 júní 2007

Svakalega gott

Mikið svakalega var gott að koma heim. Við feðgarnir lentum í blíðunni klukkan 15:04...við erum sem sagt formlega búnir í Reykjavíkurogpottlausribústaðarferðinni. Í dag fórum við m.a. í Kringluna og Nauthólsvíkina. Það var bara ágætt. En best af öllu var að koma heim.

Grasið á lóðinni er orðið ansi hátt. Við í Árskógum 1a og 1b höfum verið að ráðgera að kaupa sláttutraktor. Ég náði ekki í neinn í Árskógum 1c áður en ég fór suður en ég sem sagt nánast negldi einn traktor fyrir sunnan í morgun í góðri von um að þau tækju vel í þetta. En annað kom á daginn þannig að það verður ekkert af kaupunum...en það var samt gott að koma heim.

Ég ætla að klára að ganga frá í vinnunni í þessari viku og byrja í fríi um helgina. Ég fer reyndar til Vestmannaeyja á fimmtudaginn vegna Samfés. Ég hlakka mjög til að byrja að vinna fyrir Samfés. Mikið asskoti var gott að koma heim.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, það er alltaf gott að koma heim eftir fjarveru, stundum er það, það besta!!