15 júní 2007

Feðgar í borginni

Jæja þá erum við Jónatan búnir að skanna borgina aðeins. Byrjuðum að venju að fara á McDonalds...það er reyndar ekki fyrir mig en Jónatan naut þess vel. við fórum svo í Smáralindina og versluðum aðeins þar. Fórum síðan bara og chilluðum í Arahólum og pöntuðum okkur pizzu og kjúlla. Jónatan hámaði þvílíkt í sig að elstu menn muna ekki eftir að hafa munað annað eins. Hann át rúmlega hálfa 15" pizzu...ég sat bara og horfði á meðan herlegheitin fóru fram og passaði mig að vera ekki fyrir. Í morgun fórum við svo á fætur um klukkan níu og átum morgunmat. Fórum svo niðrí bæ og kíktum á verðandi skrifstofu mína og eitt stykki herskip. Eftir það fórum við á smá fund hjá BÍL sem var bara nokkuð gagnlegur. Erum núna staddur á Akranesi að bíða eftir að Friðbjörg og co geri sig klár í bústaðarferð.

Ég reyndar fékk þær hræðilegu fréttir að það væri ekki heitur pottur í bústaðnum...þetta er náttúrulega skandall. En við munum samt gera allt til að skemmta okkur vel.

Setning gærdagsins: Jónatan sagði þegar hann leit yfir borgina rétt fyrir lendingu: "Þetta er bara dáldið stórt þorp".

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HVAÐ!!!! ER ekki heitur pottur. hverskonarfólkertuaðumgangastdrengur