03 júní 2007

Samsæri 9/11

Þær kenningar að eitthvað hafi verið gruggugt við árásina á Pentagon 11. september 2001 eru að verða sífellt háværari. Ég hef aðeins verið að skoða þetta á netinu og verð að segja að þeir sem halda því fram að ekki sé allt með felldu hafi eitthvað til síns máls. Af öllum þeim myndum sem teknar voru þennan dag sést hvorki tangur né tetur af vélinni. Rannsóknir fræðimanna sýnir það líka að það sé afar ólíklegt að skemmdirnar séu eftir flugvél...líklegra sé að þær séu eftir flugskeyti. Þetta segja þeir af því að það eru engin ummerki eftir vængina á Boing 757 sem átti að hafa flogið á Pentagon. Sé þetta satt liggur beinast við að beina augunum að Bandaríkjastjórn...var þetta allt saman sjónarspil til þess að fá stuðning við stríð? Var á milli 3-4000 manns fórnað til þess? Hvað mig varðar þá gæti ég alveg trúað því á Gogga litla Bush! Hann er nú ekki eins og fólk er flest. Ég læt hérna fylgja nokkrar síður sem ég fann um þetta allt saman.

Samsærissíða 1
Samsærissíða 2
Samsærissíða 3
Vídeó (horfið vel hægra megin á 1:26)
Annað vídeó

4 ummæli:

Esther sagði...

Blessaður elsku karlinn.

Ég vissi ekki að þú værir mættur í bloggheima en mikið óskaplega líst mér vel á það. Gangi ykkur glansandi vel með leikritið í borginni.

Nafnlaus sagði...

Ég hef lengi haldið því fram að Osama búi í kjallaranum á hvíta húsinu og lifi í vellystingum fyrir að vera blóraböggull. (Eða sé í stofufangelsi.) Allavega koma vídjóin frá honum alltaf á mjög krítískum tímum, þegar alheimurinn er alveg að fara að missa trúna á hryðjuverkastríðinu. Tilviljun?

Nafnlaus sagði...

Fyndið.. Af hverju hefur þú svona hrikalegan áhuga á þessu drengur.
Góða skemmtun í leikhúsinu.
kv

Ása Hildur sagði...

Takk fyrir frábæra sýningu í kvöld. Við hjónakornin skemmtum okkur stórkostlega. Gott kvöld sem yljar manni inn að hjartarótum.Góður leikur, leikmynd og bara allt saman :-)
Kv. Ása Hildur