25 júní 2007

Góð helgi

Þetta er búin að vera þrælfín helgi. Hún byrjaði reyndar á fimmtudagskveldinu en þá var smá afmælisfagnaður á Café Nielsen. Þar var mjög góðmennt og góðkvennt. Þegar Nielsen lokaði fórum við á Hetjuna og skemmtum okkur þar fram eftir nóttu...eða til klukkan hálf tvö þegar Hetjan lokaði. Við reyndum að fá leigubíl en báðir leigubílsstjórarnir voru sofandi..eða svöruðu ekki síma...og svo er fólk að undra sig á að fólk sé að keyra ölvað hérna á Egilsstöðum. Þetta þýddi að fólk þurfti að labba yfir í Egilsstaði...en það var svo gott veður að ég það gerði ekkert til. Það voru reyndar sumir...eða reyndar sumar sem voru ekki í standi til að ganga og sem betur fer náði ég að redda þeim fari...hí hí hí.

Jónatan kom svo til mín á föstudeginum og brölluðum við ýmislegt. Um kvöldið gilluðum við og horfðum á Star Wars...skemmtum okkur konunglega. Við sváfum síðan þokkalega út á laugardeginum en við vöknuðum ekki fyrr en klukkan hálf ellefu. Fórum síðan í góðan göngutúr en svo fór hann til mömmu sinnar.

Á laugardagskvöldið var svo golfmót í leiðinda veðri. Mótið var samt mjög skemmtilegt en því lauk ekki fyrr en um klukkan 22:00. Eftir það fór ég á Café Níelsen og hitti þar Sigríði, Steinþór, Guðnýju og Möggu. Spjölluðum þar í góða stund en svo fóru flestir til síns heima...en ekki allir því.....................................(leyndó)

Á sunnudeginum ...................(leyndó)

Í morgun fór ég síðan og sló lóðina hjá Birtu, fékk mér kaffi og spjallaði við Sigríði. Á eftir ætlum við svo nokkur að fara í göngu einhvern staðar í Skriðdalnum. Þar munu ganga ég, Magga, Sigga Bú, Sigríður og kannski fleiri.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúú maður verður bara forvitin á öllu þessu leyndói, þú getur hvíslað því að mér ;)
Kveðja
Friðbjörg

Nafnlaus sagði...

Hjá hverjum svafstu drengur.. ég er komin heim

Siggadis sagði...

Já, hvaða rúm varstu eiginlega að verma, maður? Lát heyra.. við látum það ekkert fara neitt lengra.. ekki mikið amk :-)