12 júní 2007

Bannað

Í dag held ég að það sé nokkuð gott lag á hvernig kvikmyndir eru merktar sem bannaðar. Það er sett nokkuð skýrt utan á hulstrin hve gamall maður þarf að vera til þess að horfa á viðkomandi mynd. Aldurstakmarkið fer síðan eftir því hversu "ógeðsleg" myndin er. Með þessu eiga foreldrar auðveldara með að halda börnum frá þeim myndum sem ekki eru ætlaðar fyrir þau. Þegar kvikmyndir eru sýndar í sjónvarpinu er einnig reynt að vara við myndum og er þá lógóið litað gult (Bi 12 ára) og rautt (Bi 16 ára). Þetta er líka mjög þægilegt fyrir foreldra. En þetta er ekki svona alltaf. Í fréttatímum er stöðugt verið að sýna viðbjóðslegar myndir af stríði, morðum og nauðgunum. Þær myndir eru sýndar á kvöldmatartímum og þær myndir eru ekki merktar sem bannaðar. Það er nota bene ekki langur tími á milli barnatímans í sjónvarpinu og fréttatímans. Finnst fólki þetta allt í lagi. Ef ég mætti ráða þá myndi ég ekki láta sýna þessar fréttir fyrr en í tíufréttum og þá með viðeigandi lit á lógóinu. Margt af þessu eru líka ekki fréttir lengur heldur frekar fréttaskýringar...þá á ég t.d. við öll þessi stríð í austurlöndum fjær. Mér finnst að fréttatímar á kvöldmatartíma eigi að vera fyrir alla fjölskylduna.

3 ummæli:

Ása Hildur sagði...

heyr heyr alveg sammála þér

Siggadis sagði...

Líka að maður í í fyrsta lagi að borða mat... auðvelt er að kúgast og fá æluna upp í háls... svo er eitt með fréttirnar - þær eru ekki eitthvað meikbílív eins og myndir og þættir - heldur staðreyndir og raunverulegar. Fréttatímarnir eru oft versta hryllingsmyndin...

Nafnlaus sagði...

mér finnst ljótast að horfa á barnatímann og margar barnamyndir. Í dag er þetta ekkert verra en í gamla daga. Ég man eftir ævintýri sem endað á því að konan sem var vond (sem var þá stjúpan) var sett í tunnu sem búið var að negla þannig að hún skarst öll þegar henni var troðið þar inn- síðan var hún dregin á eftir hesti. Svo í dag finnst mér allt í lagi að börnin sjái hvernig lífið er.. þó ég myndi ekki bjóða mínu upp á Hostel.. við verðum að meta það hvað börnin okkar þola og hvernig þau eru. Hvað svo með ugly betty.. ? mér finnst að það ætti að vera bannað- íslenska myndin strákarnir okkar sem snýst eingöngu um ríðingar.. jú og vesen.. svo á ég afmæli á morgun.